Tjörudúkur, einnig nefndur þakpappi hefur fjölmarga kosti:
Hentar vel þar sem þakhalli er ekki mikill
Endingargóður og viðhaldslítill
Samskeytalaus (samskeyti soðin saman og mynda lokaða heild)
Þakjárni skipt út fyrir tjörudúk í Vesturbænum. Í veðurfari síðustu ára þar sem frost/þýða hefur verið tíð, hefur borið á því að lekið hafi með naglagötum, þaktúðum og samskeytum þakjárns.
Tjörudúkur lagður á steinþak. Steinninn hafði verið ber frá ca. 1965 og staðið sig vel í gegnum tíðina en á endanum var hann farinn að leka.
Viðsnúin þök hafa verið vinsæl síðustu áratugi, en uppbygging þeirra er tvöfalt pappalag á steyptan flöt, einangrun og farg.
Verkefni sem hafa verið unnin síðustu misseri